Fréttir

Stockfish kvikmyndahátíð 18. – 28. febrúar!

04/02/2016

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival verður haldin dagana 18-28. febrúar 2016 í Bíó Paradís. Markmið Markmið hátíðarinnar er að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli. Heimasíða hátíðarinnar er hér: 

Á meðal gesta verða þekktir verðlaunaleikstjórar og aðrir alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn. Áhersla verður lögð á að sýna það nýjasta úr kvikmyndagerð heimsins og þá verður sérstök áhersla lögð á tengslamyndun íslenskra og erlendra kvikmyndagerðarmanna.

Á hverju ári heldur hátíðin stuttmyndakeppnina Sprettfiskinn. Verðlaunin verða afhend í annað sinn árið 2016 en alls munu sex stuttmyndir verða valdar til sýningar á hátíðinni. Verðlaunaafhendingin fer fram í lokahófi hátíðarinnar.

Hátíðin mun bjóða upp á fyrirlestra og vinnustofur með það að markmiði að efla þekkingu og tengsl milli kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaáhugamanna erlendis og hérlendis.

Skoða fleiri fréttir