Fréttir

Stockfish – kvikmyndahátíð í Reykjavík haldin dagana 23. febrúar – 5. mars

04/01/2017

Stockfish kvikmyndahátíðin í Reykjavík er kvikmyndahátíð kvikmyndagerðarmanna á Íslandi. Hátíðin opnar fyrir samtal og samstarf við erlendan kvikmyndaiðnað og er tækifæri fyrir reykvíska áhorfendur að upplifa það besta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndagerð í heiminum í dag. Stockfish Film Festival verður haldin í þriðja sinn dagana 23. febrúar – 5. mars 2017 í Bíó Paradís. Hátíðin er haldin í samvinnu við Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís og fagfélög í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi.

Hátíðin veitir almenningi aðgang að rjómanum af þeim kvikmyndum sem eru sýndar á kvikmyndahátíðum erlendis auk þess sem hún stendur fyrir fjöldanum öllum af viðburðum og heimsóknum erlendra kvikmyndagerðarmanna og fagaðila í kvikmyndagerð. Hátíðin er samstarfsverkefni allra hagsmunaaðila í kvikmyndageiranum á Íslandi. Markmiðið með Stockfish Film Festival er að þjóna samfélaginu sem hún sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands.

Við getum ekki beðið! Hér er Facebook síða hátíðarinnar

Skoða fleiri fréttir