Svartir Sunnudagar snúa aftur í vetur með sýningar á hverju sunnudagskvöldið í vetur kl 20:00 en þeir hefja leikinn sunnudaginn 11. október, með sýningu á kvikmyndinni Come and See.
Þetta er talin vera ein áhrifamesta kvikmynd, sem gerð hefur verð um grimmdarverk herja fasista í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin gerist á árinu 1943 í Hvíta-Rússlandi sem varð einna verst úti af völdum innrásarherja Þjóðverja. 628 hvítrússnesk sveitaþorp voru jöfnuð við jörðu og meira en 100 þúsund íbúar þeirra, konur, börn og gamalmenni brennd inni.
Kvikmyndin Come and See hlaut margvíslega viðurkenningu og verðlaun á sínum tíma, ma. gullverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Hún var sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík haustið 1987 í Laugarásbíói.
Hér er hægt að lesa um myndina og kaupa miða.
Hér er viðburðurinn á Facebook
Skoða fleiri fréttir