The Exploration Museum, sendiráð Bandaríkjanna og Bíó Paradís bjóða á sýningu á kvikmyndinni First Man, í leikstjórn Damian Chazelle með Ryan Gosling í aðalhlutverki, þriðjudaginn 15. október kl 17:00 í Bíó Paradís.
The First Man er sannsöguleg mynd um líf geimfarans Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið, en myndin gerist í geimferðarinnar, 1961 -1969. Fjallað er um fórnirnar sem þurfti að færa í þessari hættulegustu ferð í sögu geimferðanna.
Fjölskyldumeðlimir Neil Armstrong, Mark og Andrew Armstrong verða viðstaddir og munu sitja fyrir svörum og léttu spjalli eftir sýninguna.
Frítt inn og allir velkomnir!
Nánar um kvikmyndina First Man
Skoða fleiri fréttir