Fréttir

The Irishman frumsýnd í Bíó Paradís!

24/10/2019

Við erum á undan Netflix! Og einmitt á stórmynd sem á heima á hvíta tjaldinu!

The Irishman eftir Martin Scorsese verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 22. nóvember næstkomandi, en viku síðar kemur hún á Netflix sem stendur á bakvið gerð hennar. Það er óneitanlega tímanna tákn að nýjasta mynd eins fremsta leikstjóra Bandaríkjanna skuli sýnd í örfáum kvikmyndahúsum (og gjarnan listabíóum) um veröld víða í skamman tíma áður en hún kemur á efnisveitu.

Al Pacino, Robert De Niro, Joe Pesci, Harvey Keitel og Anna Paquin fara með helstu hlutverk í myndinni sem fengið hefur frábæra dóma. Miðasala og sýningartímar hér: 

Skoða fleiri fréttir