VELKOMIN Á ÞÝSKA KVIKMYNDADAGA 2019
Bíó Paradís í samstarfi við Goethe-Institut í Danmörku og Þýska Sendiráðið á Íslandi standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í tíunda sinn dagana 1.–10. febrúar 2019!
10 ára afmælishátíð Þýskra kvikmyndadaga býður upp á mikið líf og fjör – við sýnum brot af því besta úr þýskri kvikmyndalist með úrvali af sjö sérvöldum nýjum og fjölbreyttum bíóperlum – auk þess sem haldinn verður lokaviðburður þar sem Bíó Paradís verður breytt í þýskan teknóklúbb laugardaginn 9.febrúar!
Kvikmyndaveislan hefst með engri annarri en Mack the Knife – Brecht’s Threepenny Film (Mackie Messer – Brechts Dreigroschenfilm), stórkostleg dramamynd um hvað hefði gerst ef Brecht hefði reynt að gera kvikmynd eftir Túskildingsóperunni. Á meðal kvikmyndakræsinga á þýska hlaðborðinu má meðal annars nefna The Captain (Der Hauptmann), stórmynd um ungan mann sem dulbýr sig sem nasistaforingja í þýska hernum í seinni heimsstyrjöldinni, hryllingsmynd um norn í þýsku þorpi á miðöldum, ásamt The Silent Revolution (Das schweigende Klassenzimmer) sem farið hefur sigurför um heiminn, myndin fjallar um þagnarbindindi austur-þýskra nemenda til að sýna samstöðu með fórnarlömbum ungversku uppreisnarinnar 1956. Allar myndir verða sýndar á þýsku með enskum texta!
WELCOME TO GERMAN FILM DAYS 2019
Bíó Paradís in collaboration with Goethe-Institut Denmark and the German Embassy in Iceland organize the German Film Days for the tenth time during February 1st-10th 2019!
This 10 year anniversary edition of the German Film Days will be extremely festive – with screenings of seven new and diverse films representing a great selection of the best that current German cinema has to offer – as well as a closing event where Bíó Paradís will be turned into a German techno-club Saturday February 9th.
The film festivities open with the highly acclaimed Mack the Knife – Brecht’s Threepenny Film, a spectacular drama about what would have happened if Brecht himself would have made a film based on his Threepenny Opera. Amongst other great delicacies from the German film buffet, audience will be able to experience movies dealing with a young army deserter dressing up as a Nazi-officer in WWII, horror film about a witch in a German village in the middle-ages, as well as a gripping true story about an entire classroom in GDR showing solidarity through silence to victims of Hungarian uprising in 1956. All films are screened in German with English subtitles!