Hjartnæm og falleg kvikmynd um einsemd mannsins, aldurinn sem færist yfir og sakleysi, sem glatast að eilífu!
Myndin var heimsfrumsýnd á Berlinale kvikmyndahátíðinni 2019 þar sem hún vann Silfurbjörninn fyrir framúrskarandi listrænt framlag.
Hægt er að leigja Úti að stela hestum (Out Stealing Horses/ Ut og Stjæle Hester) á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!
Nóvember 1999. Hinn 67 ára gamli ekkjumaður Þrándur (Stellan Skarsgård) býr á afskekktum stað í Noregi og gleður sig yfir því að geta eytt komandi gamlárskvöldi aleinn í kyrrð og ró. Þegar veturinn gengur í garð kemst Þrándur hins vegar að því að hann á nágranna, mann sem hann hefur ekki séð síðan sumarið 1948. Hugurinn hvarflar aftur til æskuáranna og afdrifaríkra atburða sem hentu það sumar og áttu eftir að setja mark sitt á ævi hans. Það sumar varð Þrándur búinn undir að það bera byrðar sín eigin föðurs í tengslum við yfirvofandi svik og brotthvarf, en einnig þroskaðist Þrándur það sumar er hann komst í tæri við konu sem hann þráði heitt, en konan var hin sama og faðir hans var að að búa sig undir að eyða ævinni saman með.
Skoða fleiri fréttir