Fréttir

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda!

02/12/2025

Bíó Paradís og Kvikmyndamiðstöð Íslands standa fyrir sýningu á kvikmyndinni Arco á verðlaunahátíð ungra áhorfenda (European Young Audience Award) laugardaginn 17. janúar 2026.

Sýnt verður frá verðlaununum í beinu streymi í Bíó Paradís en nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.

Frítt inn og öll velkomin!

Arco er stórkostlegt ævintýri 10 ára gamals drengs sem ferðast til ársins 2075 og uppgötvar heim í hættu. Töfrandi saga um von og bjartsýni fyrir framtíðina í leikstjórn Ugo Bienvenu, í með framleiðslu Natalie Portman, en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2025 og vann meðal annars verðlaun sem besta myndin á Annecy 2025.

Myndin er sýnd með íslenskum texta og hentar börnum frá 9 ára aldri.

Þrjár kvikmyndir eru tilnefndar í flokki ungra áhorfenda á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í janúar 2026. Myndirnar eru kynntar ungum áhorfendum í gegnum menningarlegt samstarfsnet um alla Evrópu sem hluti af Kvikmyndaklúbbi Evrópu.

Frá 18. nóvember til 17. janúar 2026 getur ungt fólk horft á kvikmyndirnar í gegnum streymi á netinu og gegnt hlutverki dómnefndar, en atkvæði þeirra ráða sigurvegara verðlaunanna sem verða tilkynnt á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2026.

Nánar hér:

Taktu þátt í kvikmyndaklúbbi Evrópu hér!

Skoða fleiri fréttir