Hraðstefnumót í Bíó Paradís

Dreymir þig um að finna ástina? Eða bara stuðla að taka þátt í nýrri stefnumótamenningu á Íslandi?

Leitaðu ekki lengra því Bíó Paradís býður upp á hraðstefnumót á huggulega kaffihúsinu /barnum okkar!

Viðburðirnir verða reglulega fyrir ýmsa hópa, ýmist á eftir frumsýningum á kvikmyndum eða föstudagpartísýningum!

Hvernig virkar þetta?

Þú kaupir þér miða á myndina – sem gildir sem aðgöngumiði á stefnumótið!

⭐Þú sendir skráningarupplýsingar (nafn, aldur) á netfangið stefnumot@bioparadis.is

⭐Við horfum saman og eftir mynd, fer hraðstefnumótið fram – það eru 5 mínútur á hverju borði og boðið er upp á leiðbeinandi spurningar til að brjóta ísinn!

Fylgstu með á Facebook síðu hraðstefnumótana í Bíó Paradís hér: