Alien / Aliens

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Frumsýnd: 3. Maí 2015

Svartir Sunnudagar ljúka vetrinum með glæsibrag á tvöfaldri sýningu á Alien og Aliens, en sérstök plakatasölusýning opnar þann 30. apríl í efra rými bíósins þar sem öll plaköt þriggja síðustu vetra verða til sýnis og sölu.

Alien – 3. maí kl 20:00 

117 mín, Vísindaskáldskapur, Leikstjóri: Ridley Scott, Aðalhlutverk: Sigourney Weaver, John Hurt, Tom Skerritt, Harry Dean Stanton

Kvikmyndin sem kom Ridley Scott á kortið, en hér er á ferðinni blanda af hryllingi og vísindaskáldskap, tæknibrellum og frábærum leik sem gerir myndina klassíska vörðu í kvikmyndasögunni. Við fylgjumst með áhöfn geimskipsins Nostromo sem lendir á dauðvona plánetu eftir óljóst neyðarkall þaðan.

Aliens (Bandaríkin, 1979) – 3. maí kl 22:15

137 mín, Vísindaskáldskapur, leikstjóri: James Cameron, aðalhlutverk: Sigourney Weaver, John Hurt, Tom Skerritt, Harry Dean Stanton

Framhald af hinni byltingarkenndu mynd Alien og af mörgum talin enn betri en sú fyrsta. Myndin blandar saman vísindaskáldskap, hryllingi og jafnvel smá dassi af vestra í gjörsamlega villta spennu og hasar. Í fararbroddi er hin óumdeilanlega drottning vísindahryllingsins Sigourney Weaver sem ungfrú Ripley sem vaknar aftur til lífsins eftir 57 ár þar eftir að hafa svifið um í geimnum, og snýr aftur til jarðar en samband við Alien plánetuna er nú rofið.

___________________________________________________________________________

Black Sundays end their season by a great double bill Alien / Aliens May 3rd 2015. Note that a poster exhibition from all three seasons is on display in Bíó Paradís where they are sold as collectors items.

Alien (USA, 1979) – May 3rd at 20:00 

117 min, Sci-Fi, Director: Ridley Scott Cast: Sigourney Weaver, John Hurt, Tom Skerritt, Harry Dean Stanton

Ridley Scott’s breakthrough film is an immensely successful blend of horror and science fiction, full of high-tension, great performances and special-effects, making it a classic of both genres. ‘Alien’ focuses on the crew of the space cargo ship Nostromo who land on a moribund planet in response to a faint SOS.

Aliens (USA, 1986) – May 3rd at 22:15 

137 min, Sci-Fi, Director: James Cameron Cast: Sigourney Weaver, Michael Biehn, Carrie Henn

Considered by many to be the best of the series, ‘Aliens’ is a slight departure successfully mixing sci-fi, action and western elements to create a fast-paced, high-intensity thrill ride. Ripley is awakened after 57 years of drifting through space and returned to Earth and informed the planet from ‘Alien’ is now inhabited, suddenly contact is lost with the colonists.

Aðrar myndir í sýningu