Uppvakningar í jólastemningu mæta til leiks í blóðugustu jólamynd allra tíma og hátíðarviðburði ársins! Myndin er stórskemmtileg og kærkominn ferskur blóðdropi í haf óragrúa keimlíkra jólamynda, en hér fáum við að upplifa í fyrsta skiptið jólasöngleik með uppvakningum.
Faraldur uppvakninga ógnar syfjulega bænum Little Haven yfir jólahátíðina, því neyðast Anna og vinir hennar til að slást, rista og syngja til að berjast fyrir lífi þeirra andspænis hinum ódauðu í örvæntingarfullu kapphlaupi til að ná til ástvina sinna. Þau komast fljótt að þeirri uppgötvun að enginn er óhultur í þessum nýju aðstæðum þar sem siðmenningin hrynur fyrir augum þeirra, því geta þau raunverulega eingöngu treyst hvort öðru.
Frumsýnd 30. nóvember – Myndin er bönnuð yngri en 16 ára!
English
Zombies in holiday spirits come to the scene in the bloodiest Christmas movie of all times, which is this years holiday event. A fabulously entertaining and well appreciated fresh drop of blood in the endless sea of more or less similar Christmas movies, but this time around we get to experience for the first time a zombie Christmas musical.
A zombie apocalypse threatens the sleepy town of Little Haven – at Christmas – forcing Anna and her friends to fight, slash and sing their way to survival, facing the undead in a desperate race to reach their loved ones. But they soon discover that no one is safe in this new world, and with civilization falling apart around them, the only people they can truly rely on are each other.
Premiers November 30th – Not suitable for persons under the age of 16 years old!