As you like it: National Theatre Live

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Leikhús/Theatre
  • Leikstjóri: Polly Findlay
  • Ár: 2016
  • Lengd: 180 mín (20 mínútna hlé). Sýning með hléi 3 klst.
  • Land: Bretland
  • Frumsýnd: 7. Maí 2016
  • Tungumál: Enska
  • Aðalhlutverk: Rosalie Craig (Rosalind), Mark Benton (Touchstone)

Hér er um að ræða einn af gamanleikjum Williams Shakespeares, ævintýraleik um ástir og örlög ungs fólks á viðsjárverðum tímum í uppsetningu National Theatre Live. Ástfangið fólk hefur orðið mörgu skáldinu að yrkisefni enda upplagt í gamanleik, þar sem ekkert er eins hlægilegt fyrir áhorfendur í leikhúsi. Sýningin er 180 mínútur með 20 mínútna hléi inniföldu.

Sagan fjallar um Rósalind, dóttur útlægs hertoga, og frænku hennar Celíu. Saman hrekjast þær að heiman og halda til skógar, dulbúnar ásamt hirðfíflinu Prófsteini – í leit að föður Rósalindar. Þangað flýr einnig ungur maður, Orlando, sem orðið hefur fyrir barðinu á bróður sínum og fellir ástarhug til Rósalindar. Endurfundir þeirra verða þó ekki með þeim hætti sem ætla mætti. Valdhafar takast á um yfirráð, bræður berjast og lífið í skóginum er enginn dans á rósum. En ástin nær ávallt að blómstra, leggur álög sín á mannanna börn og allt fer vel að lokum.

Shakespeare er talinn hafa skrifað Sem yður þóknast (á tungu skáldsins As You Like It) um 1599 og er söguþráðurinn að mestu byggður á hirðingjasögninni Rosalynde eftir Thomas Lodge. Heimur Shakespeares er þó töluvert flóknari og harðari en unaðsheimur hjarðljóðsins.

Sýningartímar

Laugardaginn 7. maí kl 20:00

Sunnudaginn 8. maí kl 20:00

Laugardaginn 14. maí kl 20:00

Sunnudaginn 15. maí kl 20:00

English

Shakespeare’s glorious comedy of love and change comes to the National Theatre for the first time in over 30 years, with Rosalie Craig (London Road, Macbeth at MIF) as Rosalind.

With her father the Duke banished and in exile, Rosalind and her cousin Celia leave their lives in the court behind them and journey into the Forest of Arden.

There, released from convention, Rosalind experiences the liberating rush of transformation. Disguising herself as a boy, she embraces a different way of living and falls spectacularly in love.

Screenings

Saturday May 7th at 20:00

Sunday May 8th at 20:00

Saturday May 14th at 20:00

Sunday May 15th at 20:00

★★★★★

‘Magical. Flock to this enchanted Arden’

Observer

★★★★★

‘Revolutionary. Fresh, funny and invigorating’

Mail on Sunday

★★★★

‘It’s hilarious. A terrific evening’

Independent

★★★★

‘Brilliantly natural, fresh, and bang up to date. Stunning’

Time Out

★★★★

‘An irresistibly funny production. A delight’

Sunday Times

Aðrar myndir í sýningu