Um er að ræða skemmtilega og vel gerða mynd um dreng í Manchester árið 1984 sem á sér þann draum að keppa á stórmóti í fótbolta. Hjálpin berst úr óvæntri átt þegar Manchester United þjálfarinn Matt Busby tekur að sér að aðstoða liðið við að komast alla leið. En eins og sannir knattspyrnuáhugamenn vita, þá þjálfaði hann Busby Boys liðið sem lenti í flugslysi í Munchen árið 1958 með þeim afleiðingum að flestir leikmennirnir létust. Matt lifði hins vegar af. Í myndinni er þessum sönnu atburðum tvinnað inn í skálduðu atburðina og söguna af drengnum unga og draumum hans.
Myndin er sýnd með íslenskum texta.