Addi, unglingsstrákur í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu, tekur eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Þegar vandræði strákanna stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun hið nýfundna innsæi beina honum og vinahópnum á öruggari braut eða munu þeir ganga lengra inn í heim ofbeldis?
Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með helstu hlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur.
Þessi kvikmynd er ekki ætluð börnum yngri en 14 ára. Myndin skartar senum sem innihalda ofbeldi og geta reynst viðkvæmum áhorfendum erfið áhorfs.
English
Fourteen-year-old Balli is something of a misfit. He lives with his drug-addicted mother in a squalid house and is bullied by his classmates.
Shown in Bíó Paradís with English subtitles!