Q&A sýning með leikstjóranum Harutyan Khachatryan viðstöddum verður haldin sunnudaginn 21. febrúar kl. 18:15. Myndin er hluti af retróspektív.
Vísundi nokkrum er bjargað úr skurði rétt hjá smábæ sem er enn að ná áttum eftir Nagorno-Karabakh stríðið. Myndin er sögð frá sjónarhóli vísundsins, þannig að samtöl fólksins verða aðeins óskiljanlegt skvaldur – og hin dýrin virðast taka honum með fyrirvara.
Armenski leikstjórinn Harutyun Khachatryan verður gestur Stockfish Film Festival í ár. Hann gerði fjölda stuttmynda á níunda áratugnum áður en hann gerði tvær leiknar myndir – Vindar óminnisins (Qamin unaynutyan) og Endastöðin (Verjin Kayaran). Undanfarið hefur hann verið að vinna að heimildamyndabálk í fimm hlutum – og hefur nýlokið við þann fimmta. Myndirnar eru þó aðeins lauslega tengdar – og þrjár þeirra eru sýndar á Stockfish – Til fyrirheitna landsins, Skáldið snýr aftur ogLandamæri. Hann er forsvarsmaður kvikmyndahátíðarinnar í Yerevan í Armeníu.
English
A Q&A screening with director Harutyan Khachatryan present will be held on Sunday February 21st at 18:15. The film is a part of a retrospective.
A buffalo is rescued from a ditch in a small town that is still recovering from the Nagorno-Karabakh war. The film is told from his view, the people‘s speech becomes only chatter and the other animal seem distrustful of the new arrival.
Armenian director Harutyun Khachatryan will be a guest at Stockfish Film Festival this year. He made a number of short films in the 80s before making two feature films, The Wind of Oblivion and The Last Station. Recently he‘s been working on five thematically linked documentaries, the last of which he just finished. Three of those are shown at Stockfish; Return to the Promised Land, Return of the Poet andBorders. He‘s the general director of Armenia‘s Golden Apricot Yerevan International Film Festival.