Tíu fingur upp til guðs

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Stuttmynd, Barnamynd
  • Leikstjóri: Nikolaj Storgaard Mortensen
  • Handritshöfundur: Hanne Korvig
  • Ár: 2021
  • Lengd: 15 mín
  • Land: Danmörk
  • Tungumál: Danska með íslenskum texta
  • Aðalhlutverk: Vega Rodriguez Hansen, Christoffer Hvidberg Rønje, Puk Scharbau

Hanna og bróðir hennar Jens eru bestu vinir en þau ganga í gegnum erfiðan missi þegar stóri bróðir þeirra sem býr í stórborginni leiðist út í eiturlyf og fellur frá. Heimur Hönnu snýst á hvolf, mamma þeirra verður fjarræn og Hanna hefur áhyggjur af því að Jens ætli að feta í fótspor bróður þeirra.

Tíu fingur upp til guðs tekst að kljást við erfiðar tilfinningar með augum barna. Hún fjallar um missi í barnæsku á þann hátt að ungir áhorfendur tengi við umfjöllunarefnið, en hún er byggð á sannri sögu.

Myndin er sýnd á dönsku með íslenskum texta. Hún er sýnd á Barnakvikmyndahátíð 2021.

English

Hanna and her brother Jens are best friends who go through a difficult time after their brother, who lives away in the big city, passes from an overdose. Hanna’s world is flipped upside down and she must navigate through a myriad of complicated emotions, while her mother becomes distant and Ivan seems set on moving away to the big city.

Cross Your Heart is based on a true story. The film honestly portrays the emotions that children can experience when going through loss and grief in childhood, while focusing on telling an authentic story in a way that children can relate to.

The short is in Dansih with Icelandic subtitles.

Aðrar myndir í sýningu