FINDING SHELTER – How an Ad Agency Became a Community Center

Sýningatímar

Engar sýningar

Í mars 2022 opnaði auglýsingastofan Pipa\TBWA dyr sínar fyrir úkraínsku flóttafólki með mat aðeins viku eftir að stríð braust út í Ukraínu. Þetta tímabundna úrræði varði í marga mánuði og breytti lífi fólks, báðum megin við borðið. Þessi mynd eftir Snorra Sturluson og Svetlönu Graudt gægist inn í hugarheim flóttafólks og fólksins sem hjálpar þeim. Myndin er frásögn af óskiljanlegum atburðum sem snerta okkur öll og setur komu flóttafólks, aðstæður og úrlausnarefni því tengdu í betra samhengi.

Í tilefni af frumsýningu myndarinnar Finding Shelter, how an ad agency became a community center í Bíó Paradís, verður efnt til sérstakrar boðsýningar fimmtudaginn 6. október kl.19:00 þar sem Daniil Kononenko sendiherra Ukrainu á Norðurlöndum mun opna sýninguna. Sýningin er opin öllum sem skrá sig á neðangreindum hlekk – takmarkað magn miða í boði!

Skráningarhlekkur hér: https://tix.is/is/bioparadis/specialoffer/lpu2wl6uzrpma/

Aðrar myndir í sýningu