Vitavörðurinn Trausti tengist sínum innri álfi á meðan hann undirbýr hundrað ára afmælið eða eigin jarðarför. Á sama tíma hörfar Hulda inn í heim horfinna ljóða með aðstoð stækkunarglersins síns. Þegar hann brestur í söng skipar hún honum að hætta þessum öskrum. Í Hálfum Álfi er lífinu fagnað, þrátt fyrir þann veruleika sem bíður okkar allra.
Kvikmyndin hlaut dómnefndarverðlaun Skjalborgarhátíðar sem haldin var í Bíó Paradís síðastliðið haust. Að mati dómnefndar er „ … myndin sterk og heilsteypt saga, einlæg og tilgerðarlaus frásögn. Mynd sem hrífur mann með sér frá fyrstu mínútu og fær mann til að hlæja og gráta á víxl. “
„ Myndin er dramatísk í eðli sínu, því hún fjallar að stórum hluta um dauðann, en reglulega fyndin og skemmtileg, rétt eins og aðalpersónan sem heldur henni uppi. “ – Lestin, RUV
Frumsamin tónlist eftir Hlín Ólafsdóttur, Teit Magnússon og Sindra Frey Steinsson
Myndin er sýnd með enskum texta!
- ATHUGIÐ! Árskort, klippikort, frímiðar frá Bíó Paradís gilda ekki á þessar sýningar!
English
Trausti the lighthouse keeper prepares his hundredth birthday and/or funeral while trying to reconnect the elf within. Meanwhile, Hulda retreats into a world of poetry with the help of an electric magnifying glass. When he starts singing she tells him to stop screaming. In Half Elf life is celebrated – despite the reality that awaits us all.
Original score by Hlín Ólafsdóttir, Teitur Magnússon and Sindri Freyr Steinsson
Screened with English subtitles!
- ATTENTION! Annual passes, punch-cards, free tickets from Bíó Paradís are not valid for these screenings!