Hin óborganlega kvikmynd Karlakórinn Hekla verður sýnd í Bíó Paradís, kvikmynd eftir Guðnýju Halldórsdóttur með þeim Agli Ólafssyni, Ragnhildi Gísladóttur og Garðari Cortes í aðalhlutverkum!
Eftir sviplegt fráfall söngstjórans Max, leggur Karlakórinn Hekla land undir fót undir fararstjórn Gunnars sem er óvirkur alkóholisti og kvennahatari. Körlunum til fulltingis á þessu vafasama ferðalagi er Magga, fyrrum kærasta Max. Á þessu ferðalagi mun allt gerast sem á ekki að gerast, en gerist engu að síður þegar íslenskir karlmenn eru annars vegar. Þessi mynd er jafnt fyrir viðkvæmar sálir sem og hrausta menn.
Ekki missa af sannkallaðri hátíðarsýningu, því nú er myndin komin út á stafrænu formi, sunnudaginn 19. mars kl 17:00.