Í staðin fyrir að hjálpa vinum sínum með uppskeruna ákveður Krummi litli að fara í kassabíla kappakstur í gegnum skóginn. Hann eyðileggur óvart allar matarbirgðarnar sem dýrin í skóginum þurfa á að halda til þess að lifa af veturinn. Krummi ákveður að hann verður að bæta fyrir gjörðir sínar og endurfylla geymsluna áður en vinir hans uppgötva hvað hefur gerst.
Krummi ákveður að taka þátt í kappakstri og vinna verðlaunin sem eru eitt hundrað gullpeningar. Krummi lendir í kröppum dansi og óvæntum uppákomum en í lokin hefur hann öðlast nokkuð ómetanlegt. Hann skilur loksins gildi hópavinnu, sannrar vináttu og ábyrgðar.
Stórkostleg barnakvikmynd, talsett á íslensku verður frumsýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík, en fer svo í almennar sýningar 18. maí í Bíó Paradís.