Nú er komið að þessu! Við ætlum að bjóða upp á mömmubíó (og ef þú ert pabbi í fæðingarorlofi þá ertu velkominn líka!) laugardaginn 3. febrúar kl 14:00! Ljósin verða hálf-slökkt svo að það verður huggulegt andrúmsloft fyrir börn og mömmur (og/eða pabba)!
Svanurinn segir frá afvegaleiddri níu ára stúlku sem er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykilþátttakandi í atburðarás sem hún skilur varla sjálf.
Myndin hefur farið sigurför á Alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto haustið 2017, var valin besta kvikmyndin á Kvikmyndahátíðinni í Kaíró auk þess sem Ása Helga vann verðlaun fyrir leikstjórn á Kolkata International Film Festival á Indlandi.
English
A wayward nine-year-old girl is sent to the countryside to work and mature, but finds herself instead deeply entangled in a drama she can hardly grasp.