Hin stórkostlega heimildamynd Rokk í Reykjavík er 40 ára í ár í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Myndin er óður til pönkhreyfingarinnar á Íslandi, en í henni koma fjölmargar goðsagnakenndar hljómsveitir fram og rætt er við meðlimi sveitanna. Myndin er mikilvæg heimild um þetta tímabil í sögunni.
Við fögnum afmælinu með kvikmyndagerðarfólki ásamt gleðskap eftir myndina laugardagskvöldið 12. nóvember kl 19:00!