Private: Skjaldborg í Paradís

STUTTAR HEIMILDAMYNDIR

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Garðar Þór Þorkelsson / Óli Hjörtur Ólafsson / Björg Sveinbjörnsdóttir / Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko
  • Ár: 2022
  • Lengd: 22 / 15 / 26 / 9
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 17. September 2022
  • Tungumál: Enska / Íslenska

THINKING ABOUT THE WEATHER / MEÐ VEÐRIÐ Á HEILANUM

Örvæntingarfullur vegna yfirvofandi loftslags-heimsenda fer kvikmyndagerðarmaðurinn í för um Bretlandseyjar. Leiðin liggur til afskiptra byggða sem brátt munu sökkva í sæ. Hann vonar að þar geti hann lært að takast á við kvíðann sem fylgir því að lifa í dauðadæmdri veröld, en mannskepnan bregst við með ófyrirsjáanlegasta móti.

Myndin hlaut hvatningarverðlaun dómnefndar á Skjaldborg 2022.

Lengd: ‘22

Leikstjóri: Garðar Þór Þorkelsson

Framleiðendur: Jamie Macdonald, Garðar Þór Þorkelsson

ALEXANDER

Fylgst er með ævintýrum Alexander Kirschner. Fatahönnuður, stílisti og hressasti maðurinn í 101 Reykjavík.

Lengd: ‘15

Leikstjóri: Óli Hjörtur Ólafsson

Framleiðendur: Arnór Gíslason, Óli Hjörtur Ólafsson

BÖRN KVÓTAKERFISINS / CHILDREN OF THE QUOTA SYSTEM

Tvær vinkonur eiga alræmdan jafnaldra; kvótakerfið. Regluverk um fiskveiði sem breytti sjálfsmynd og tilveru sjávarþorpa í kringum Ísland. Nærvera óréttlætisins er sterk í þessari miðju alheims þeirra án þess að þær viti nákvæmlega hvernig. Myndin er flöskuskeyti úr fortíðinni, sent seinni part dags í mars árið 1996.

Lengd: ‘26

Leikstjóri: Björg Sveinbjörnsdóttir

Handrit: Björg Sveinbjörnsdóttir & Kolbrún Elma Schmidt

Framleiðandi: Björg Sveinbjörnsdóttir

DÍFLISSUDÚFA / JAILBIRD

Það er sunnudagur. Sölvi er í erindagjörðum um bæinn. Við kynnumst hugsunum, draumum hans og löngunum sem tilheyra heimi sem hann eitt sinn var hluti af.

Lengd: ‘9

Leikstjóri: Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko

Framleiðandi:Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko

Allar myndirnar eru sýndar með enskum texta nema Thinking About The Weather sem er með íslenskum texta.