Mandariinid
Það geysar stríð í Abkasíu árið 1992. Stríðið er á milli Abkasíumanna (sem hafa stuðning Rússa) og Georgíumanna, sem báðir gera tilkall til svæðisins. En þarna er hins vegar líka lítil eistnesk nýlenda í Abkasíu sem hefur verið þar í meira en öld. Þegar stríðið í Abkasíu brýst út eru flestir fljótir að forða sér til hins nýfrjálsa Eistlands. Allir nema Ivo og Margus, sem vilja að minnsta kosti klára að týna mandarínuuppskeru haustsins áður en þeir fara.
Málin flækjast hins vegar þegar blóðug átök eiga sér stað við bæjarstæðið. Tveir lifa af, alvarlega særðir, og Ivo og Margus bera þá heim til Ivo til að hjúkra þeim. En annar er téténeskur málaliði og hinn georgíumaður og sambúðin gengur vægast sagt stirðlega.
Þannig er stríðsdramað endurtekið í eldhúsina hans Ivo – en tekst honum betur að stilla til friðar en alþjóðlegum diplómötum heimsveldanna.
Leikstjórinn:
Zaza Urushadze er georgískur leikstjóri sem hefur leikstýrt fjórum myndum í fullri lengd. Hann er sonur fyrrum landsliðsmarkvarðar Sovétmanna, Ramaz Urushadze, sem spilaði lengi fyrir Dinamo Tblisi og spilaði tvo leiki í marki Sovétmanna árin 1963-4.
Molarnir:
- Myndin er tilnefnd sem besta erlenda myndin á Óskarsverðlaununum. Þetta er fyrsta Óskarstilnefning Eistlands í þessum flokki.
- Georgía er þó meðframleiðslumynd myndarinnar – sem þar að auki er tekin upp í Georgíu. Georgískur kvikmyndaiðnaður virðist því í nokkrum blóma, því framlag Georgíu til Óskarsverðlaunanna, Corn Island, komst í níu mynda undanúrslit fyrir Bestu erlendu mynd og vann auk þess Krystalshnöttinn á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í fyrra.
- Stríðið í Abkasíu geysaði árin 1992-3, um það leyti sem Sovétríkin voru að liðast í sundur. Þar börðust annars vegar Georgíumenn og hins vegar Abkasar – þjóðflokkur frá Kákasus – sem fengu stuðning frá Rússum og téténskum málaliðum. Ekki hefur enn náðst nein langtímasátt um Abkasíu sem í dag er sjálfstjórnarhérað innan Georgíu.
English
Mandariinid
War rages in Abhkazia in 1992. The war is between the Russian-supported Abhkazians and Georgians about this disputed territory. But there also exists a small Estonian colony in Abhkazia, over a century old. Yet when the war starts most people flee immediately to the newly independent Estonia. All but Ivo and Margus, who at least want to harvest that years crop of tangerines before they leave.
But things get complicated when a bloody conflict almost reaches their door. Two men survive, seriously wounded, and Ivo takes them in. The only problem is that one is a Georgian soldier and the other a Chechen mercenary from the Russian army, resulting in a very fraught household.
The war’s drama will therefore be repeated in Ivo’s kitchen – but will he prove a better diplomat than the ones who failed to contain the war?
The Director:
Zaza Urushadze is a Georgian director who has directed four Feature films. He is the son of ex-USSR goalkeeper Ramaz Urushadze, who had a long and successful career with Dinamo Tblisi and played twice for the national team in 1963-4.
The Trivia:
- The film was nominated as the Best Foreign Language Film at this years Academy Awards. This is Estonia‘s first nomination in this category.
- The film is an Estonian-Georgian co-production – and it’s filmed in Georgia. It seems the Georgian film industry is blooming right now, since Georgia’s own entry, Corn Island, made the 9 film long list for the Best Foreign Language Film and also won the Crystal Globe at last year‘s Karlovy Vary Film Festival.
- The war in Abhkazia took place in 1992-3, around the time the Soviet Union was disintegrating. The fighting was between Georgians and Abhkazians, backed up by Russians and Chechen mercenaries. In the 22 years since no permanent resolution has been found and Abhkazia remains an autonomous region within Georgia.