Myndin fjallar um Bastían Búx sem er hrelltur í skóla. Honum tekst að flýja kvalara sína og finnur skjól í bókabúð þar sem Sagan endalausa verður á vegi hans. Við lesturinn dregst Bastían inn í undraveröldina Fantasíu sem sjálf þarf sárlega á hetju að halda. Leynist ef til vill ein slík í honum sjálfum, – þótt ótrúlegt virðist við fyrstu sýn?
Hver man ekki eftir hinu magnaða titillagi úr The Neverending Story með poppgoðinu Limahl sem sló í gegn um allan heim árið 1984!
Myndin er sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2017 með íslenskum texta!
English
A troubled boy dives into a wondrous fantasy world through the pages of a mysterious book.
A GREAT CLASSIC screened during Reykjavík International Children´s Film Festival 2017 with Icelandic subtitles.