Vetrarbræður

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Hlynur Pálmason
  • Handritshöfundur: Hlynur Pálmason
  • Ár: 2017
  • Lengd: 100 mín
  • Land: Danmörk, Ísland
  • Frumsýnd: 29. September 2017
  • Tungumál: Danska með íslenskum texta
  • Aðalhlutverk: Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Victoria Carmen Sonne, Lars Mikkelsen

Myndin segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður. Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne.

Myndin er frumsýnd 29. september í Bíó Paradís. Sýnd með enskum texta

Nánari fréttir af Vetrarbræðrum er að finna á Facebook síðu myndarinnar.

„Kyngimögnuð, listaverk með mikið hjarta “ – CINEUROPA

„Einstakt og ávanabindandi brugg “ – HOLLYWOOD REPORTER

„Ótrúlega spennandi verk“ ★★★★★ – THE UPCOMING

„Afar heillandi frumraun“- VARIETY

„Djörf, köld og dimm“ – CINEVUE

Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum sem er hans fyrsta mynd í fullri lengd. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum árið 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, var tilnefnd til Dönsku kvikmyndaverðlaunanna og vann verðlaun fyrir Bestu stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Odense og RIFF hátíðinni í Reykjavík. Nýjasta stuttmynd hans Sjö bátar (2014) var heimsfrumsýnd í keppnisflokki Toronto kvikmyndahátíðarinnar og var tilnefnd sem stuttmynd ársins á Edduverðlaununum 2015. Vetrarbræður var heimsfrumsýnd í ágúst í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno 2017 en eingöngu 18 myndir hlutu þann heiður og var hún eina myndin frá Norðurlöndunum þetta árið. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og nú orðin 70 ára gömul. Liðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri keppti síðast til verðlauna í aðalkeppninni en þá var Baltasar Kormákur að frumsýna fyrstu mynd sína, 101 Reykjavík. Vetrarbræður var ein af umtöluðustu myndum hátíðarinnar þetta árið og vann þar fern verðlaun, en á sama tíma hlaut hún einnig ein verðlaun á New Horizons hátíðinni í Wroclaw, Póllandi. Ljóst er því að myndin fer af stað með látum inn í hátíðaferðalagið sem er rétt að hefjast hjá henni.

 

Aðrar myndir í sýningu