WELCOME TO CHECNYA – FRÍTT // FREE

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: David France
  • Ár: 2020
  • Lengd: 107 mín
  • Land: Bandaríkin, Bretland
  • Frumsýnd: 12. Mars 2023
  • Tungumál: Ýmis tungumál með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Olga Baranova, David Isteev, Ramzan Kadyrov

 Bíó Paradís í samstarfi við Samtökin ´78 og fleiri standa fyrir sýningu á heimildamyndinni  „Welcome to Chechnya“ þann 12. mars kl 16:30.

Myndin fjallar um sjálfboðaliða sem leggja líf sitt í hættu við að aðstoða hinsegin fólk í Tjétjéníu undan ofsóknum stjórnvalda í þessu afturhaldssama og lokaða ríki fyrrum Sovétríkjanna.

Eftir sýninguna verður boðið upp á spurt og svarað með David Isteev og Maxim Lapunov sem koma fram í myndinni. David leiðir mannréttindahóp sem kallast NC SOS Crisis group, sem aðstoðar LGBTQ fólk að flýja rússneska norðurhluta Kákasus. Maxim var fyrstur til að tala opinberlega um ofsóknir stjórnvalda gegn LGBTQ fólki í Tjétjéníu og þær pyntingar sem hann þurfti að þola. Í gegnum hans vitnisburð hefur ástandið þar um slóðir orðið þekkt um allan heim.

Ekki missa af þessum stórmerkilega viðburði um ástand mannréttindamála í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna. Frítt inn og allir velkomnir. Vinsamlegast tryggið ykkur frímiða í gegnum hlekkinn á miðasölunni.

English

On 12th of March at 4:30 pm Bíó Paradís is screening “Welcome to Chechnya” documentary film which shadows a group of activists who risk unimaginable peril to confront the ongoing anti-LGBTQ+ pogrom raging in the repressive and closed Russian republic.

After the screening there is a Q&A session with David Isteev and Maxim Lapunov who are featured in the film. David Isteev is a human rights defender who leads the NC SOS Crisis group – project that assists at-risk LGBTQ+ individuals with emergency relocation from Russian North Caucasus. Maxim Lapunov is the NC SOS defendant who was the first to openly speak out on persecution of LGBTQ+ people in Chechnya and the tortures he had suffered. Owing to his testimony on the critical situation in the North Caucasus the issue was revealed to the whole world.

They’re coming to Reykjavik to share their experience and answer your questions. Free admission and everyone is welcome. Please sign up with the link on the ticket site.

Aðrar myndir í sýningu