Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Louisiana Story

Þessi heimildamynd Flaherty er um dæmigert og rólegt líf ungs sveitastráks og þvottabjarnar hans við árbakka í Louisiana. Þar leikur hann sér og veiðir alla daga og einu áhyggjur hans snúast um krókódíla.

En þetta rólyndislíf tekur breytingum þegar pabbi stráksins gerir samning við olíufyrirtæki sem verður til þess að farið er að bora eftir olíu skammt frá heimili hans.

Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna á sínum tíma og hlaut jafnframt fjölda annarra viðurkenninga.

Kvikmyndasafn Íslands skannaði myndina af nítratfilmu og gerði upp.


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Robert Flaherty
  • Handrit: Robert Flaherty, Frances H. Flaherty
  • Aðalhlutverk: Joseph Boudreaux, Lionel Le Blanc, E. Bienvenu
  • Lengd: 78 mín
  • Tungumál: Enska
  • Texti: To Be Advised
  • Tegund:Adventure, Drama
  • Framleiðsluár: 1948
  • Upprunaland: Bandaríkin

Aðrar myndir í sýningu