Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Sansho the Bailiff

Myndin er af mörgum talin til bestu kvikmynda heims og er leikstýrt af hinum margverðlaunaða Kenji Mizoguchi.

Kvikmyndin gerist á miðöldum í Japan. Miskunnsamur og virtur ríkisstjóri er dæmdur í útlegð og fjölskyldunni sundrað. Börnin alast upp í hörðum þrældómi en móðir þeirra er send í vændi.

Myndin fjallar um börnin tvö  og togstreituna milli þess að verða eins og kvalarar þeirra og þess að gefa aldrei upp vonina um að sameina fjölskyldu sína og finna aftur hjartagæsku bernskunnar.

Sýnd í Bíótekinu sunnudaginn 22. október kl 17.00 samstarfi við Japan Foundation og Japanska sendiráðið á Íslandi.


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Kenji Mizoguchi
  • Handrit: Yoshikata Yoda, Fuji Yahiro, Ogai Mori
  • Aðalhlutverk: Kinuyo Tanaka, Yoshiaki Hanayagi, Kyōko Kagawa
  • Lengd: 124 mín
  • Tungumál: Japanska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama
  • Framleiðsluár: 1954
  • Upprunaland: Japan

Aðrar myndir í sýningu