Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

The Ballad of Narayama

Kvikmynd eftir Shöhei Imamura sem hlaut meðal annarra verðlauna, Gullpálmann í Cannes. Myndir segir frá Orin sem er 69 ára, við hestaheilsu og býr í litlu afskekktu þorpi í Japan á 19. öld.

Þar er lífsbaráttan hörð og fólkið örvæntingarfullt og grimmt. Hefð er fyrir því að þegar fólk nær stjötíu ára aldri er farið með það til fjalla til að deyja úr hungri í einsemd. Orin verður vitni að því þegar nágranni hennar er dreginn nauðugur til fjalla og ákveður að verða sjálf ekki þessháttar byrði. Hún eyðir því síðasta árinu í að undirbúa brottför og stærsta verkefnið er að finna hentuga konu fyrir son sinn.

Sýnd í Bíótekinu sunnudaginn 22. október kl 19:30 samstarfi við Japan Foundation og Japanska sendiráðið á Íslandi.


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Shōhei Imamura
  • Handrit: Shōhei Imamura, Shichirō Fukazawa
  • Aðalhlutverk: Ken Ogata, Sumiko Sakamoto, Tonpei Hidari
  • Lengd: 130 mín
  • Tungumál: Japanska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama
  • Framleiðsluár: 1983
  • Upprunaland: Japan

Aðrar myndir í sýningu