Sensuela

Finnsk kvikmynd eftir leikstjórann Teuvo Tulio. Kvikmyndin var hans síðasta á löngum og farsælum kvikmyndaferli og var hún 10 ár í vinnslu. Hún var jafnframt fyrsta finnska kvikmyndin sem var bönnuð í finnskum kvikmyndahúsum fyrir dónaskap.

Það var óheppilegt þar sem hans helsta þema í kvikmyndagerð var að tala gegn kynferðislegri hlutgervingu kvenna. Myndin segir frá lappastúlku sem bjargar brotlentum nasista og þau fella hugi saman. Þau fara til borgarinnar  þar sem nútíminn fer um þau ómildum höndum og við tekur tímabil niðurlægingar.

Sýnd í Bíótekinu sunnudaginn 3. desember kl 19:30!


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Frumsýnd: 03. Desember 2023
  • Leikstjórn: Teuvo Tulio
  • Handrit: Teuvo Tulio, Alexander Pushkin, Yrjö Norta
  • Aðalhlutverk: Marianne Mardi, Ossi Elstelä, Mauritz Åkerman
  • Lengd: 104 mín
  • Tungumál: Finnska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama, Romance
  • Framleiðsluár: 1973
  • Upprunaland: Finnland

Aðrar myndir í sýningu