Myndin er nútímaævintýri og fjallar um Kalla, tólf ára borgarbarn, sem er alinn upp af einstæðri móður í úthverfi Reykjavíkur. Hann eyðir stærstum hluta tíma síns fyrir framan skjái, í ævintýralöndum netheima, tölvuleikjum eða horfandi á DVD og sjónvarp.
Duggholufólkið eftir Ara Kristinsson verður sýnd á nýuppgerðu sýningareintaki á 10 ára afmælishátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar 2023 í samstarfi við Kvikmyndasafni Íslands.