Bíó Paradís í samstarfi við KÓSY KINO verkefnið og Kino Usmev kynnir skynvæna sýningu á stórmyndinni AKIRA eftir Katsuhiro Ôtomo sunnudaginn 1. október kl 14:30 - myndin verður sýnd á frummálinu japönsku með enskum texta.
Á skynvænni sýningu eru einstaklingar á einhverfurófinu sérstaklega velkomnir sem og þeir sem kunna að meta minna áreiti en bíósýningar bjóða vanalega uppá.
Skynvæn sýning þýðir að:
- ljósin eru hálfkveikt allan tímann
- hljóðið er lægra en venjulega
- opið er fram og það má fara fram og hvíla sig á myndinni
- það má ganga um og hreyfa sig á meðan sýningu stendur
- Það er ekkert hlé.
- Þeir gestir sem óska þess geta fengið sjónrænar upplýsingar um sýninguna og Bíó Paradís til að undirbúa sig undir viðburðinn.
KÓSY KINO verkefnið er styrkt af EEA sjóði Noregs, Íslands og Lichtenstein og ríkissjóði Slóvakíu.
Um myndina:
Leynileg hernaðaráætlun stofnar Nýu – Tokyo í hættu með því að ná á sitt vald einum félaga í mótorhjólagengi og breitir honum í hömlulausan geðvilling sem býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Aðeins tveir krakkar geta stoppað hann með hjálp fjölkyngi. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að sjá þessa tímamóta teiknimynd.