Skoppa og Skrítla í Bíó

 

Nú eru 15 ár síðan að fyrsta íslenska barnamyndin sem gerð hefur verið sérstaklega fyrir allra yngsta áhorfendahópinn eins árs og eldri kom út.

Skoppa og Skrítla í bíó hefur verið sýnd víðsvegar um heim og hlotið frábærar viðtökur. Þær vinkonur, Skoppa og Skrítla, hafa starfað í hartnær 20 ár við að kynna þennan allra yngsta hóp barna fyrir töfrum lífsins hvort sem það hefur verið í sjónvarpi, á leiksviði, í tónlist, ræðu eða riti.

Allsstaðar finnst þeim þessi yngsti markhópur eiga erindi og brýna mikilvægi þess að rækta menningu barna strax á allra fyrsta aldursskeiðinu.

Miðaverð er aðeins 500 kr. AUKASÝNINGAR SÍÐARI HELGI BARNAHÁTÍÐAR.

A.T.H. - LIÐIÐ:

Við hittum Skoppu og Skrítlu á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík sunnudaginn 29. október kl 15:00!

En nýjasta sería þeirra heitir Halló heimur - hér kem ég! er væntanleg á aðventunni og fáum við að sjá fyrsta þáttinn, auk myndarinnar Skoppa og Skrítla í Bíó.

Fyrir sýningu munu Skoppa og Skrítla syngja tvö lög úr myndinni og eftir sýningu verður boðið upp á myndatöku með þeim og áritanir.

 


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Frumsýnd: 29. Október 2023
  • Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
  • Handrit: Hrefna Hallgrímsdóttir
  • Aðalhlutverk: Hrefna Hallgrímsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir
  • Lengd: 62 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:Family
  • Framleiðsluár: 2008
  • Upprunaland: Ísland

Aðrar myndir í sýningu