Private: Barnakvikmyndahátíð 2023

Hreyfimyndagerð með GUNHIL

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík kynnir í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands:
Hreyfimyndagerð með GunHil!
 
Hvernig býr maður til hreyfimynd og hvert er ferlið í gerð slíkra mynda?
 
Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson frá GunHil fjalla um hreyfimyndagerð og hvert ferlið er í gerð slíkra mynda – allt frá því að búa til stutta mynd yfir í að gera hreyfimynd í fullri lengd.
 
Sýnd verður myndin Jólaskórinn, og skyggnst verður á bakvið tjöldin í gerð framhaldsmyndar í fullri lengd um lóuungann Lóa, en fyrri myndin, Lói flýgur aldrei einn kom út árið 2018 og hefur verið sýnd út um allan heim.
 
GunHil er íslenskt hreyfimyndafyrirtæki sem stofnað var árið 2012 af Hilmari Sigurðssyni og Gunnari Karlssyni en þeir eiga báðir langan feril að baki og hafa gert myndir allt frá Litlu lirfunni ljótu árið 2002 yfir í fyrstu íslensku hreyfimyndina í fullri lengd, Hetjur Valhallar 2012.
 
Frítt inn en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir miðum.

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Frumsýnd: 29. Október 2023
  • Leikstjórn:
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 60 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:
  • Framleiðsluár: 2023
  • Upprunaland: Ísland

Aðrar myndir í sýningu