FRANSKA KVIKMYNDAHÁTÍÐIN 2024

Faraóinn, villimaðurinn og prinsessan

Frumsýningarviðburður þar sem crepe verða í boði fyrir gesti og börn! Ekki missa af fyrstu sýningunni 21. janúar og crepes sjá viðburð hér:

Franski verðlaunaleikstjórinn Michel Ocelot (Kirikou myndirnar) teflir hér fram stórbrotinni teiknimynd þar sem þrjár sögur á þremum mismunandi tímum í heimssögunni eru sagðar á áhrifamikinn máta.

Á tímum Forn Egyptalands verður ungur konungur fyrsti svarti faraóinn sem verðskuldar hönd ástvinar síns. Á frönskum miðöldum stelur dularfullur villtur drengur frá hinum ríku til að gefa fátækum. Sætabrauðsprins og rósaprinsessa flýja höllina á 18. öld í Tyrklandi til þess að  geta lifað í ást.

Myndin er sýnd með íslenskum texta.

 


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 6 ára

  • Frumsýnd: 18. Janúar 2024
  • Leikstjórn: Michel Ocelot
  • Handrit: Michel Ocelot
  • Aðalhlutverk: Serge Bagdassarian, Thissa d'Avila Bensalah, Olivier Claverie
  • Lengd: 83 mín
  • Tungumál: Français
  • Texti: Íslenskur
  • Tegund:Animation
  • Framleiðsluár: 2022
  • Upprunaland: Belgía, Frakkland

Aðrar myndir í sýningu