Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Ken

Ken er önnur kvikmyndin í sverða-trílógíu Kenji Misumi. Titilinn mætti þýða sem einfaldlega „sverðið“ en myndin er óvenjuleg af samúræjakvikmynd að vera vegna þess að sögusviðið er í samtímanum en ekki í fornöld eins og tíðkaðist.

Hún þykir afar fallega gerð og er í sterkum svarthvítum tónum. Aðalleikarinn, Raizo Ichikawa, fer á kostum í stórkostlegum bardagasenum og svitastorknum nærmyndum.

Í myndinni er nútíminn gagnrýndur fyrir of mikið frelsi og að bardagalistin sé síðasta vígið til að rækta með sér andlegan styrk. Kvikmyndin er byggð á stuttri sögu eftir frægan japanskan rithöfund, Mishima, sem skrifaði mikið um bardagalistir. Sagt hefur verið að myndin sé fullkomið samspil milli beggja höfunda hennar því á meðan Mishima fangar fegurðina í dauðanum fangar Misumi erfiðleika lífsins.

*Spurt og svarað.

Myndin er sýnd sunnudaginn 25. febrúar kl 17:00.

English

Kokubu Jiro is the captain of his university's Kendo team. Often standoffish, mild, stoic and minimalist, Kokubu is a mystery to those who know him. Kagawa wants to understand Kokubu, but being arrogant and flashy, has a hard time connecting with Kokubu.


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Kenji Misumi
  • Handrit: Yukio Mishima, Kazuo Funahashi
  • Aðalhlutverk: Raizō Ichikawa, Yūsuke Kawazu, Akio Hasegawa
  • Lengd: 94 mín
  • Tungumál: Japanska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama
  • Framleiðsluár: 1964
  • Upprunaland: Japan

Aðrar myndir í sýningu