Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Stuttmyndir frá Palestínu

28. janúar kl 15:00 Arabískt bíó: Kvikmyndir frá Palestínu

The Present (2020) – 25 mínútur

Á brúðkaupsafmæli sínu leggja Yusef og dóttir hans upp í verslunarferð á Vesturbakkann til að kaupa gjöf fyrir eiginkonuna. En til að gera það þurfa þau að þræða sig milli eftirlitsstöðva og hermanna og gæta þess að ganga á vegum aðgreindum frá öðrum þegnum borgarinnar. Hversu flókin getur eiginlega ein verslunarferð verið?

Myndin, sem er leikstýrt af bresk-palestínska leikstjóranum Farah Nabulsi, fór á stuttlista fyrir tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2021. Farah sagði í viðtali um kvikmyndina að listir og kvikmyndir bjargi kannski hvorki heiminum né Palestínu en án lista og kvikmynda verði hvorki heimurinn né Palestína frjáls.

A Boy, a Wall and a Donkey (2008) – 4 mínútur

Hópur ungra drengja sem er staðráðinn í að gera kvikmynd lætur skort á kvikmyndabúnaði ekki standa í vegi fyrir áformum sínum. Drengirnir ákveða að fara þangað sem kvikmyndatökuvélarnar eru.

Þessi stuttmynd eftir Hany Abu Assad, sem er palestínskur og hollenskur kvikmyndagerðarmaður, var framleidd undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna sem nær yfir tuttugu og tvær stuttmyndir eftir alþjóðlega listamenn og fjalla þær á einn eða annan hátt um mannréttindi og mannlega reisn. Hany Abu Assad hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna auk margra annarra alþjóðlegra verðlauna.

* Kynning: Jamal Awar, leikstjóri og doktorsnemi í arabískri kvikmyndagerð, segir frá stuttmyndunum og höfundum þeirra. 


  • Leikstjórn: Farah Nabulsi, Hany Abu Assad
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 29 mín
  • Tungumál: Arabíska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Shorts
  • Framleiðsluár: 0
  • Upprunaland: Palestine, State of