Ein sú allra ástsælasta kvikmynd Íslandssögunnar verður sýnd á stafrænu formi!
Geggjuð föstudagspartísýning 26. júlí kl 21:00!
Þvílík vandræði sem geta orðið þegar fjarstýringin týnist… og svo má auðvitað ekki gleyma gullfiskunum. Axel er feiminn og hlédrægur piltur sem býr enn heima hjá mömmu sinni, vinnur á bifreiðaverkstæði og ekur flottum, amerískum kagga. Líf mömmu hans snýst að mestu leyti um sjónvarpsdagskrána og þegar fjarstýringin týnist einn góðan veðurdag, er fjandinn laus.