Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Ísland á filmu – Lýðveldið Ísland 80 ára

Ísland á filmu – Lýðveldið Ísland 80 ára

Við stofnun lýðveldis á Íslandi var aðgengi myndatökumanna að hátíðarsvæðinu takmarkað og því var ef til vill minna tekið upp af hátíðarhöldunum en ella.

Á þessari sýningu verður sýnt það myndefni sem varðveist hefur af hátíðarhöldunum á Þingvöllum 17. júní 1944 og í Reykjavík 18. júní. Farið verður yfir kvikmyndaefni sem Kjartan Ó. Bjarnason og Vigfús Sigurgeirsson tóku og einnig myndefni sem til er í fórum Kvikmyndasafns Íslands.

Helst ber þar að nefna kvikmynd Óskars Gíslasonar auk stuttra myndskeiða eftir Guðmund frá Miðdal og Viggó Nathanaelsson og hefur sumt  af því ekki verið sýnt áður opinberlega.

*Sérstakur viðburður þann 29. september kl 15:00.

Kvikmyndasafn Íslands

Bíótekið

 


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Frumsýnd: 29. September 2024
  • Leikstjórn: Óskar Gíslason
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 70 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:Documentary
  • Framleiðsluár: 0
  • Upprunaland: Ísland