Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

The Burmese Harp

The Burmese Harp er margverðlaunuð kvikmynd í leikstjórn Kon Ichikawa. Hún hefur verið lofuð um allan heim og er mikilvæg í japanskri kvikmyndasögu.

Sagan gerist í Búrma um og eftir seinni heimsstyrjöldina og var með fyrstu kvikmyndunum sem sýndu áhrif stríðsátaka á óbreytta hermenn, hvernig stríðshörmungar og áföll geta umbreytt lífi þeirra sem fyrir verða.

Kvikmyndin er heimsfræg fyrir áhrifaríka kvikmyndatöku, tilfinningaríka persónusköpun og fallega tónlist.

Sýnd í samstarfi við Japanska Sendiráðið og JP Foundation þann 29. september kl 17:00.

English

A conscience-driven Japanese soldier traumatized by the events of WWII adopts the lifestyle of a Buddhist monk.

Screened in cooperation with The Japanese Embassy and JP Foundation, September 29th at 5PM.


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Frumsýnd: 29. September 2024
  • Leikstjórn: Kon Ichikawa
  • Handrit: Michio Takeyama, Natto Wada
  • Aðalhlutverk: Rentaro Mikuni, Shōji Yasui, Taketoshi Naitō, Shunji Kasuga
  • Lengd: 116 mín
  • Tungumál: Japanska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama, War
  • Framleiðsluár: 1956
  • Upprunaland: Japan

Aðrar myndir í sýningu