Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Hinsegin bíó

Þrjár magnaðar myndir úr bandarískum hinsegin veruleika.

Lesbians (1986) – 5 mín.

Stuttmynd eftir Pam Walton, sem hefur á löngum ferli gert margar heimildamyndir um líf hinsegin fólks. Líf samkynhneigðra var auðvitað lengi vel misskilið og túlkað af gagnkynhneigðum út frá þeirra eigin hugmyndum um ástarsambönd. Í myndinni er sýnt samtal þriggja kvenna um hvað það sé að vera lesbía. Hata þær kannski karlmenn?„Talking about being gay, it’s like talking about breathing.“

Behind Every Good Man (1976) – 8 mín.

Leikstjóri þessarar merkilegu stutt-heimildamyndar, Nick Elliot, lærði kvikmyndagerð meðal annars í Sorbonne-háskóla og Cinéma Française í París. Myndin er fyrsta heimildamyndin sem sýnir dag í lífi bandarískrar transkonu af afrískum uppruna. Hún var tekin upp í Los Angeles árið 1966. Kvikmyndin fór á skrá hjá The National Film Registry í Bandaríkjunum sem þjóðargersemi árið 2022. Þrátt fyrir margar fínar gráður í kvikmyndagerð sneri Nick Elliot sér síðar aðallega að gerð klámmynda og hefur hann gert margar þekktar slíkar á ferli sínum.

Coming Out Under Fire – (1994) 71 mín.Heimildamynd eftir Arthur Dong, margverðlaunaðan kvikmyndagerðarmann sem oftar en ekki hefur gert heimildamyndir þar sem deilt er á kerfisbundið óréttlæti gegn minnihlutahópum, einkum hinsegin fólki, í Bandaríkjunum. Í þessari kvikmynd fáum við að kynnast bandarískum hinsegin hermönnum, bæði konum og körlum, sem deila með áhorfendum reynslu sinni af hernum og meðferðinni á hinsegin fólki í seinni heimsstyrjöldinni.

*Sérstakur viðburður þann 29. september kl 19:30.


  • Frumsýnd: 29. September 2024
  • Leikstjórn:
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 84 mín
  • Tungumál: Enska
  • Texti:
  • Tegund:Documentary, Shorts
  • Framleiðsluár: 0
  • Upprunaland: Bandaríkin

Aðrar myndir í sýningu