Órói

Dramatísk og falleg kvikmynd eftir Baldvin Z um Gabríel sem er í leit að sjálfum sér, sextán ára og ringlaður í síbreytilegri og flókinni veröld. Hans nánustu merkja breytingar á honum þegar hann kemur heim eftir tveggja vikna dvöl í Manchester, þar sem hann kynntist hinum uppreisnargjarna Marcusi.

Eftir röð óheppilegra atburða og sjálfsvíg bestu vinkonu hans, Stellu, fellur Gabríel í hyldýpi örvæntingar, sem neyðir hann til að horfast í augu við sjálfan sig. Órói hverfist um ást, missi, hatur, svik, sælu, sorg og fyrirgefningu.

*Sérstakur viðburður, hinsegin bíó. Sýnd 27. október kl 17:00.


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Frumsýnd: 27. Október 2024
  • Leikstjórn: Baldvin Z
  • Handrit: Baldvin Z, Ingibjörg Reynisdóttir
  • Aðalhlutverk: Gísli Örn Garðarsson, Atli Óskar Fjalarsson, Þorsteinn Bachmann, Ingibjörg Reynisdóttir, Birna Rún Eiríksdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elías Helgi Kofoed-Hansen, Haraldur Ari Stefánsson, Ylva Holm, María Birta
  • Lengd: 93 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:Drama
  • Framleiðsluár: 2010
  • Upprunaland: Ísland

Aðrar myndir í sýningu