Victim

Bresk spennumynd í stíl „noir“ myndanna í leikstjórn Basil Dearden.

Myndin segir frá virtum lögfræðingi sem er í góðu hjónabandi með konu en einnig kirfilega fastur í skápnum svokallaða. Hann ákveður að taka upp hanskann fyrir samkynhneigða karlmenn og skera upp herör gegn ítrekuðum fjárkúgunum og ofbeldi sem beint er gegn samkynhneigðum karlmönnum í skjóli laga gegn samkynhneigð.

Slík lög voru í fullu gildi í Bretlandi og víðar þegar kvikmyndin kom út og var kvikmyndagerðarfólkinu í mun að gagnrýna þátttöku ríkisvalds í ofbeldi gegn fólki í viðkvæmri stöðu.

Kvikmyndin er sú fyrsta í Bretlandi til að gagnrýna þetta ómannúðlega fyrirkomulag og hlaut þegar hún kom út mikið lof fyrir áræðni og þor og telst í dag til klassískra kvikmynda breskrar kvikmyndasögu. 

Hinsegin bíó, sunnudaginn 24. nóvember kl 19:30.


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Frumsýnd: 24. Nóvember 2024
  • Leikstjórn: Basil Dearden
  • Handrit: Janet Green, John McCormick, Dirk Bogarde
  • Aðalhlutverk: Dirk Bogarde, Sylvia Syms, Dennis Price, Anthony Nicholls
  • Lengd: 100 mín
  • Tungumál: Enska
  • Texti:
  • Tegund:Drama, Crime, Thriller
  • Framleiðsluár: 1961
  • Upprunaland: Bretland