Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

The Kid

Hin undurfagra saga um yfirgefið barn sem elst upp hjá flækingi hrífur alla sem hana sjá. Þegar yfirvöld vilja taka barnið og koma því fyrir á munaðarleysingjahæli þarf flækingurinn að láta til sín taka.

Fegurð myndarinnar liggur sérstaklega í sambandi flækingsins og barnsins sem tjá gleði, sorg og söknuð á einstakan máta. Myndin heldur áfram að heilla unga sem aldna rúmlega 100 árum eftir að hún kom út í einfaldleika sínum og fallegri sögu sem skilur engan eftir ósnortinn.

Sýnd í Bíótekinu sunnudaginn 8. desember kl 17:30.

Sýningatímar


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 6 ára

  • Leikstjórn: Charlie Chaplin
  • Handrit: Charlie Chaplin
  • Aðalhlutverk: Charlie Chaplin, Henry Bergman, Albert Austin, Granville Redmond
  • Lengd: 68 mín
  • Tungumál: Mute
  • Texti:
  • Tegund:Comedy, Drama
  • Framleiðsluár: 1921
  • Upprunaland: Bandaríkin