Miðvikudagsbíó í Paradís!

Purrkur Pillnikk: Sofandi vakandi lifandi dauður

Purrkur Pillnikk kom eins og vígahnöttur inn í íslenskan tónlistarheim í upphafi níunda áratugarins. Á átján mánaða ferli lék Purrkur Pillnikk ríflega sextíu lög á tæplega sextíu tónleikum og gaf nær allt út.

Eitt lá eftir, fimm laga syrpa sem bar heitið Orð fyrir dauða, og fékk aðeins að hljóma einu sinni — á síðustu tónleikunum.

Um það leyti sem sveitin varð fertug kom hún saman til að hljóð- og myndrita verkið eins og sjá má í heimildarmyndinni Purrkur Pillnikk: sofandi vakandi lifandi dauður, þar sem þessar upptökur fá að hljóma í bland við eldri upptökur og viðtöl.

English

Purrkur Pillnikk burst onto the Icelandic music scene in the early 1980s and changed everything. Over an eighteen-month span, Purrkur Pillnikk played roughly sixty songs at nearly sixty concerts.

Only one thing remained, a five-song suite titled 'Orð fyrir dauða' ('Words for death”), which was only played once — at their final concert.

Around the time the band turned 40, they gathered to record and film the suite, as seen in the documentary 'Purrkur Pillnikk: asleep awake alive dead”, where these recordings are heard supplemented with older recordings and interviews.


  • Frumsýnd: 11. September 2024
  • Leikstjórn: Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 54 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Documentary
  • Framleiðsluár: 2024
  • Upprunaland: Ísland