Allir hundavinir og eigendur sem mæta með hund á þessa sérlegu hundasýningu, fá frítt inn.
Hundanammi verður til sölu í sjoppunni! Hundar eru á ábyrgð eigenda.
Það er hundfúlt að eiga ekki hund, en ef þú vilt mæta þá er miðasala fyrir hundalausa gesti.
Stórskemmtileg og bráðfyndin saga um ungan lögfræðing sem sérhæfir sig í að verja dýr. Hún tekur að sér vonlaust mál, að verja hund sem á sér engar málsbætur.
Myndin vann Palm Dog, sérleg hundaverðlaun á kvikmyndahátíðinni Cannes 2024!