Bíótekið á Franskri kvikmyndahátíð!
Það verður franskur fókus í Bíótekinu þann 19. janúar en Les choses de la vie verður sýnd, en myndin keppti um sjálfan Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes árið 1970.
Les Choses de la vie er dramatísk frönsk kvikmynd í leikstjórn Claude Sautet. Myndin er byggð á skáldsögunni ,,Intersection' eftir Paul Guimard frá 1967. Sagan segir frá Pierre, leiknum af Michel Piccoli, 45 ára gömlum arkitekt sem lendir í alvarlegu bílslysi. Þegar hann liggur slasaður rifjar hann upp líf sitt, sérstaklega sambönd sín við tvær konur: látna eiginkonu sína Catherine (Lea Massari) og ástkonu sína Helene (Romy Schneider).
Frásögnin flakkar um í tíma og dregur fram mikilvægustu augnablikin og ákvarðanirnar sem mótuðu líf hans. Myndin fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom út, vann til verðlauna og varð gríðarlega vinsæl í Frakklandi.
English
A highway engineer is involved in a car crash, after which, near death, he remembers his life leading up to the accident.
Bíótekið has a french focus, January 19th 2025 in cooperation with the French Film Festival in Iceland.