Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

The Passion of Joan of Arc

Myndin fjallar um yfirheyrslurnar og réttarhöld kirkjunnar yfir Jóhönnu af Örk, sem var brennd á báli fyrir guðlast eftir miklar hetjudáðir á vígvellinum í Hundrað ára stríðinu.

Í átakanlegri túlkun sinni á Jóhönnu sýnir leikkonan Renee Falconetti sálarangist Jóhönnu með einstökum hætti.

Sögur fara afþví að leikkonan hafi gengið ansi nærri sér við gerð myndarinnar og ekki beðið þess bætur. Myndin er eitt af meistaraverkum hins danska leikstjóra Carls Th. Dreyers.

Tilfinningaleg túlkun í gegnum sviðsetningu og myndatöku ýtir undir leik Falconetti og færir áhorfendum nýjar víddir kvikmyndarinnar sem engum hefur tekist að endurskapa síðan þá.*Sérstakur viðburður

Sýningatímar

  • Sun 13.Apr

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Leikstjórn: Carl Theodor Dreyer
  • Handrit: Carl Theodor Dreyer, Joseph Delteil
  • Aðalhlutverk: Maria Falconetti, Eugène Silvain, André Berley, Maurice Schutz
  • Lengd: 114 mín
  • Tungumál: Français
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama, History
  • Framleiðsluár: 1928
  • Upprunaland: Frakkland