Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Skammdegi

Kvikmyndasafn Íslands hefur gert upp og fært á stafrænt form kvikmyndina Skammdegi í leikstjórn Þráins Bertelssonar frá árinu 1985.

Ung ekkja, sem búsett hefur verið erlendis lengi, erfir helming eignar á vestuhluta landsins en mágur hennar á þegar hinn helminginn.

Hún er í slagtogi með ríkum manni sem býr ekki langt frá landareigninni og hefur áhuga á að kaupa hana. Hún reiðubúin að beita öllum brögðum sem til þarf til að fá mág sinn til að selja.

Brátt finnst henni að einhver ókunnug manneskja sitji um líf sitt. Skammdegi var fimmta mynd Þráins Bertelssonar sem leikstjóra og í henni kvað við annan og myrkari tón en í fyrri myndum hans, Lífs-þríleiknum og Jóni Oddi og Jóni Bjarna, sem eru með ástsælustu gamanmyndum þjóðarinnar.

Sýningatímar


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Leikstjórn: Þráinn Bertelsson
  • Handrit: Ari Kristinsson, Þráinn Bertelsson
  • Aðalhlutverk: Eggert Þorleifsson, Hallmar Sigurðsson, Þráinn Bertelsson, Ragnheiður Arnardóttir, María Sigurðardóttir
  • Lengd: 88 mín
  • Tungumál: íslenska
  • Texti: Enginn undirtexti
  • Tegund:Drama
  • Framleiðsluár: 1985
  • Upprunaland: Ísland